fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Pressan

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“

Pressan
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 04:15

Fólk reynir að kæla sig í kæfandi hita. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu 12 mánuði hafa mörg hitamet fallið. Þetta er merki um að loftslagið, eins og við höfum vanist því, sé að brotna niður.

Þetta er niðurstaða nýrrar greiningar. Í henni kemur fram að í 13 mánuði í röð hafi hitamet fallið.

Live Science skýrir frá þessu og segir að allir mánuðir frá júní 2023 hafi verið hlýrri en mánuðurinn á undan og sé meðalhitinn á heimsvísu frá júlí 2023 til júní 2024 1,64 gráðum hærri en fyrir iðnvæðinguna en þá byrjuðum við að brenna jarðeldsneyti sem losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið.

Carlo Buontempo, forstjóri Copernicus Climate Change Service, sem gerði skýrsluna, sagði í tilkynningu að þetta sé meira en bara tölfræði og sýni svart á hvítu miklar og áframhaldandi breytingar á loftslaginu. Hann sagði að jafnvel þótt þessi hlýnunarröð taki enda á einhverjum tímapunkti, þá muni met halda áfram að falla því loftslagið fari hlýnandi. Það sé óhjákvæmilegt nema við hættum að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis