fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Fundu gríðarlegt magn af liþíum í Pennsylvania

Pressan
Sunnudaginn 9. júní 2024 18:30

Liþíum. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið gríðarlegt magna af liþíum í frárennslisvatni frá gasvinnsluholu í Pennsylvania í Bandaríkjunum. Magnið dugir til að sjá Bandaríkjunum fyrir 40% af því liþíum sem þau þurfa árlega.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í vísindaritinu Scientific Reports. Fram kemur að frárennslisvatnið komi frá borun í steina í Marcelleus Shale gaslindunum.

Í yfirlýsingu frá vísindamönnunum er haft eftir Justin Mackey, hjá National Energy Technology Laboratory, að þeir hafi ekki haft hugmynd um hversu mikið magn væri þarna.

Um 90% af því liþíum, sem unnið er, kemur frá Ástralíu, Chile og Kína. Efnið er sjaldgæft en nauðsynlegt við framleiðslu rafhlaðna fyrir rafmagnsbíla, snjallsíma, fartölva, snjallúra og rafrettna. Eftirspurnin fer vaxandi og verðið hefur hækkað um rúmlega 500% á einu ári.

Eins og staðan er núna, er aðeins ein liþíum náma starfrækt í Bandaríkjunum, í Nevada, og því þarf að flytja mikið magn inn til að mæta eftirspurn.

Liþíum er mjög mikilvægt varðandi „orkuskiptin“ og hafa bandarísk yfirvöld markað þá stefnu að allt liþíum, sem notað er innanlands, eigi að vera unnið þar árið 2030. Unnið er að opnun fleiri náma, til dæmis í Nevada, Kaliforníu og Norður-Karólínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér