fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Golfstraumurinn hætti að dæla næringarefnum á síðustu öld – Nú gæti það verið að gerast aftur

Pressan
Laugardaginn 8. júní 2024 17:30

Svona streymir Golfstraumurinn um Atlantshaf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok síðustu ísaldar hægði Golfstraumurinn mjög á sér og hafði það miklar afleiðingar fyrir lífið í Atlantshafi.

Golfstraumurinn er hlýr hafstraumur sem á upptök sín milli Flórída og Kúbu. Hann streymir alla leið til Evrópu og ber með sér hlýjan sjó sem tryggir temprað loftslag í Evrópu og að ákveðnu marki í Norður-Ameríku.

Reiknilíkön sýna að Golfstraumurinn er að veikjast og hugsanlega er Atlantic Meridional Overturning Circulation (AMOC), sem Golfstraumurinn er hluti af, við það að hrynja. Ef svo fer mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir loftslagið.

Live Science segir að í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Science, sé komist að þeirri niðurstöðu að ef það dregur úr streymi Golfstraumsins muni það hafa alvarleg áhrif fyrir lífríkið í sjónum því það treysti á næringarefnin sem straumurinn ber með sér í Norður-Atlantshafið.

Höfundarnir byggja niðurstöðu sína á rannsóknum á steingervingum og setlögum frá stuttu kuldaskeiði sem reið yfir á tímabilinu frá 12.900 árum til 11.700 árum síðan. Kuldakastið þá, sneri við hnattrænni hlýnun sem hafði verið í gangi.

Rannsóknin sýndi að streymi næringarefna í Norður-Atlantshafið minnkaði mikið á þessu tímabili og sultu lífverur í hafinu fyrir vikið, allt frá smæstu dýrum upp í þau stærstu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri