fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Nú á að taka mig af lífi fyrir glæp sem ég framdi ekki

Pressan
Þriðjudaginn 11. júní 2024 10:52

David Hosier. Mynd/Missourians to Abolish the Death Penalty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Hosier, 69 ára fangi á dauðadeild í Missouri í Bandaríkjunum, verður að óbreyttu tekinn af lífi í kvöld. Tíu ár eru síðan Hosier hlaut dóm fyrir að drepa fyrrverandi elskhuga sinn Angelu Gilpin, og eiginmann hennar, Rodney, árið 2009.

Mike Parson, ríkisstjóri Missouri, hafnaði í gær beiðni verjenda Hosier um að fresta aftökunni og mun hún því fara fram í kvöld.

Hosier og Angela höfðu átt í ástarsambandi á meðan Angela var enn gift eiginmanni sínum, en hún batt endi á sambandið til að freista þess að laga hjónabandið. Samkvæmt saksóknurum var Hosier allt annað en sáttur við þá ákvörðun.

Hann var handtekinn nokkrum dögum eftir morðin og í fórum hans fundust skotvopn og mikið magn skotfæra. Þá fannst bréf sem hann hafði skrifað og var stílað á Angelu að ef hann fengi hana ekki gæti enginn annar fengið hana.

David hafði enga fjarvistarsönnun þegar morðin voru framin en þrátt fyrir það bjuggu saksóknarar ekki yfir neinum beinum sönnunargögnum um að hann hefði verið á vettvangi, hvað þá framið morðin. Þá reyndist ekki unnt að færa sönnur á að byssukúlur sem notaðar voru í morðunum hafi komið úr þeim vopnum sem fundust í fórum hans þegar hann var handtekinn.

Breska blaðið Mirror ræddi við David um málið og hefur hann alla tíð haldið fram sakleysi sínu.

„Það eru allir hræddir við dauðann. Það er eitthvað að þeim sem segjast ekki vera hræddir við dauðann,“ segir hann í viðtalinu. Hann segir að trúin og samskipti við vini og vandamenn hafi hjálpað honum að halda geðheilsunni á síðustu árum og vitneskja hans um það að hann framdi engan glæp.

„Ég veit að ég er saklaus. Ég var ekki á staðnum og drap ekki þetta fólk. Punktur.“

Hann furðar sig á bandarísku dómskerfi og spyr hvernig hægt sé að dæma einstaklinga til dauða án þess að fullnægjandi sönnunargögn séu fyrir hendi. Bendir hann á að engin vitni hafi getað bent á hann og hvorki fingraför hans eða DNA hafi fundist á vettvangi.

„Það eru engin bein sönnunargögn sem bendla mig við morðin. En samt sit ég hér og mun deyja vegna einhvers sem ég á að hafa gert.“

Viðtalið við Hosier á vef Mirror.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið