fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Lögreglan kölluð til vegna nakinnar konu sem neitaði að klæða sig

Pressan
Þriðjudaginn 28. maí 2024 07:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkefni lögreglunnar eru margvísleg og þegar lögreglumenn mæta á vakt vita þeir ekki hvað bíður þeirra næstu klukkustundirnar. Sum verkefni eru eflaust minnisstæðari en önnur vegna þess hversu sjaldan álíka verkefni koma upp.

Það á líklega við um verkefni sem lögreglumenn í Þrændalögum í Noregi tókust á við aðfaranótt sunnudags.

Þá voru þeir sendir að heimili einu vegna nakinnar konu sem neitaði að yfirgefa húsið.

„Konan býr ekki þarna, var ekki velkomin, neitaði að klæða sig og neitaði að fara,“ sagði Ellen Maria Brende, varðstjóri, í samtali við TV2.

Húsráðendur sáu sér ekki annað fært en að óska eftir aðstoð lögreglunnar vegna málsins.

„Það er ekki oft sem við fáum tilkynningar af þessu tagi, en ekkert kemur okkur á óvart,“ sagði Brende.

Hún sagði að lögreglumönnum hafi tekist að tala konuna til og fá hana til að klæða sig. „Kona á þrítugsaldri klæddi sig og var ekið heim af lögreglunni,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni um málalok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá