fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Blindur, í hjólastól og ófær um að tjá sig eftir að busunin fór úr böndunum

Pressan
Sunnudaginn 26. maí 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðra- og systralög eru stór hluti í háskólasamfélagi Bandaríkjanna og líklega betur þekkt undir ensku heitunum, fraternity og sorority. Þessi félagsskapur kallar sig gjarnan eftir stöfum úr gríska stafrófinu og til að vera tekinn inn í bræðra-, eða systralög þurfa nýnemar, eða busar, að gangast undir ýmsar raunir.

Fljólega eftir að nýtt skólaár hefst er haldin busavika (e. pledge week) þar sem nýnemar freista þess að komst inn í þennan félagsskap. Þessi busun á það til að ganga alltof langt og hafa nýnemar jafnvel tapað lífinu út af heimskulegum þrekraunum.

Nýlega var fyrrum nemandi í bræðralagi í Háskólanum í Missouri dæmdur í hálfs árs fangelsi út af busavikunni 2021. Þessi nemandi, Ryan Delanty, var svokallaður busapabbi, pledge dad, og hafði umsjón með busuninni hjá bræðralaginu Phi Gamma Delta sem varð til þess að einn busi er í dag blindur og getur hvorki gengið né tjáð sig.

Það var þann 20. október 2021 sem hinn 19 ára gamli Danny Santulli var lagður inn á sjúkrahús með áfengiseitrun. Þegar lögregla fór að skoða málið fannst upptaka úr öryggismyndavél sem sýndi Denalty og annan mann úr bræðralaginu þvinga Santulli til að drekka áfengi.

Santulli var alvarlega veikur og þrátt fyrir að komast nokkuð fljótt undir læknishendur varð hann fyrir alvarlegum heilaskaða. Hann er í dag blindur, getur ekki gengið og getur ekki talað. Hann þarf sólarhringsaðstoð og ekki er reiknað með því að hann nái nokkurn tímann að lifa sjálfstæðu lífi.

„Þessir drengir áttu að vera bræður hans, þeir áttu að vera mennirnir sem hann eyddi næstu fjóru árunum með,“ sagði frænka Santulli í samtali við fjölmiðla á síðasta ári eftir að fjölskyldan höfðaði mál gegn háskólanum.

Fjöldi bræðra úr Phi Gamma Delta voru ákærðir í málinu en náðu flestir samkomulagi við yfirvöld um skilorðsbundna refsingu fyrir að játa á sig minniháttarbrot gegn áfengislöggjöf. Fáeinir voru dæmdir til að afplána á bilinu 2-30 daga í fangelsi.

Nú hefur Delanty fengið þyngstu refsinguna í málinu. Hann náði líka samkomulagi við yfirvöld en þar sem hann sást á myndbandi þvinga áfengi ofan í Santulli varð refsing hans þyngri. Lögmaður hans segir hann sáttan við þessa niðurstöðu enda sé ungi maðurinn búinn að átta sig á því hversu alvarlegar afleiðingar athæfi hans hafði.

Bræðralagið Phi Gamma Delta var leyst upp í kjölfar málsins. Um tíma bannaði skólinn öll félög í gríska kerfinu svokallaða. Því banni var loks lyft.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída