fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Pressan
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 09:30

Ætli það hafi verið svona bangsi sem hljóðneminn var falinn í? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svo sem ekkert óeðlilegt að senda bangsa með litlu barni í skólann. En það er það nú kannski ekki alltaf, að minnsta kosti ekki ef foreldrarnir nota bangsann til myrkraverka.

Það er einmitt það sem 31 árs móðir frá Sjálandi í Danmörku er ákærð fyrir. Samkvæmt ákæru á hendur henni, saumaði hún hlerunarbúnað inn í bangsann til að geta hlustað á einkasamtöl í skóla sonarins og heima hjá föður hans.

Konan er ákærð fyrir fjölda alvarlegra lögbrota sem flest beindust gegn barnsföður hennar. Svo virðist sem um heiftúðugar fjölskyldudeilur sé að ræða sem fóru algjörlega úr böndunum.

Samkvæmt ákærunni þá kom konan hlerunarbúnaðinum fyrir í bangsanum og saumaði hann saman. Síðan lét hún soninn fara með bangsann í skólann og síðar um daginn heim til föður hans. Með þessu gat hún hlustað á einkasamtöl.

Auk þess að hlera einkasamtöl er konan ákærð fyrir að hafa logið til um málsatvik þegar hún kærði mál til barnaverndaryfirvalda og lögreglunnar þegar hún kærði kynferðisofbeldi gegn börnum sínum. Hún sagði að barnsfaðir sinn hefði beitt börn þeirra kynferðislegu ofbeldi.

Til að afla sannana fyrir þessu tók hún upp samtöl við börn þeirra og reyndi að fá þau til að segja að faðir þeirra hefði beitt þau kynferðislegu ofbeldi.

Konan er einnig ákærð fyrir að hafa í samvinnu við óþekktan mann haft í hótunum við barnsföðurinn með því að hóta honum að birta kynferðislegt efni á Facebook og Snapchat ef hann væri ekki samvinnuþýðir í tengslum við málsmeðferðina varðandi forræði og umgengnisrétt við börnin þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum