fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Áður en hann lést sagði Boeing-uppljóstrarinn: „Ef ég dey, þá var það ekki sjálfsvíg“

Pressan
Þriðjudaginn 19. mars 2024 07:00

John Barnett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku fannst John Barnett látinn í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Dánardómsstjóri segir að hann hafi tekið eigið líf. En spurningin er hvort hann hafi í raun og veru tekið eigið líf eða verið myrtur?

Barnett, sem var 62 ára, var hinn svokallaði Boeing-uppljóstrari, það er að segja maðurinn sem skýrði frá vafasömum vinnubrögðum flugvélaframleiðandans.

Síðustu tvo dagana fyrir andlátið bar hann vitni í málinu og átti að bera vitni daginn sem hann fannst látinn. En þann dag fannst lík hans í bíl hans sem var lagt við hótelið sem hann gisti á.

ABC News 4 hefur eftir nánum fjölskylduvini hans, Jennifer, að Barnett hafi komið með dökka spá áður en málið var tekið fyrir hjá dómi.

„Hann hafði ekki áhyggjur af eiginn öryggi þegar ég spurði hann. Ég spurði: „Ertu ekki hræddur?“ og hann svaraði: „Nei, ég er ekki hræddur en ef eitthvað kemur fyrir mig, þá verður það ekki sjálfsvíg.“,“ sagði hún og bætti við: „Ég veit að hann framdi ekki sjálfsvíg, það er útilokað. Hann elskaði lífið of mikið. Hann elskaði fjölskyldu sína mikið. Hann elskaði bræður sína of mikið til að láta þá ganga í gegnum það sem þeir eru að ganga í gegnum núna.“

Hún sagði að einhverjum hafi ekki líkað við það sem hann hafi sagt og hafi viljað „þagga“ niður í honum án þess að kúga hann. „Þess vegna létu þeir þetta líta út eins og sjálfsvíg,“ sagði hún en nefndi ekki hverjir voru að verki að hennar mati.

Barnett starfaði hjá Boeing í 32 ár en lét af störfum hjá fyrirtækinu 2017.

Hann ræddi við BBC 2019 og sagði að starfsfólk Boeing hafi verið undir miklu álagi og hafi meðvitað notað hluti í nýjar flugvélar sem uppfylltu ekki gæðastaðla. Hann sagðist einnig hafa uppgötvað vanda í súrefniskerfi vélanna sem benti til að fjórðungur súrefnisgríma myndi ekki virka ef neyðarástand kæmi upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig