fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Athyglisverð niðurstaða nýrrar rannsóknar um langvarandi eftirköst COVID-19 – Ekki verri en inflúensa

Pressan
Mánudaginn 18. mars 2024 04:26

EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau eftirköst, sem sumir glíma við eftir að hafa fengið COVID-19, eru ekki verri en þau einkenni sem geta komið fram eftir inflúensu.

Þetta er niðurstaða nýrrar ástralskrar rannsóknar að sögn The Guardian. John Gerrard, sem er aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagðist vonast til að niðurstaðan dragi úr ótta fólks við langvarandi COVID-19.

„Við teljum að það sé kominn tími til að hætt að nota orð eins og „langvarandi COVID“. Það bendir ranglega til að langvarandi sjúkdómseinkenni tengist COVID og það getur valdið ónauðsynlegri hræðslu, sem getur í sumum tilfellum dregið úr bata COVID-sjúklinga,“ sagði hann að sögn The Guardian.

Í rannsókninni var fylgst með 5.112 manns í Queensland í Ástralíu í eitt ár. 2.399 greindust með COVID-19, 995 með inflúensu en hinir sluppu alveg við veikindi.

Árið síðar var spurningalisti sendur til fólksins og var það spurt út í eftirköst og langvarandi einkenni. 16% glímdu við langvarandi sjúkdómseinkenni ári síðar og 3,6% sögðust glíma við miðlungs til mikilla eftirkasta. 3% glímdu við eftirköst COVID-19 og 3,4% við eftirköst eftir inflúensu.

Rannsóknin leiddi ekki í ljós nein merki þess að þeir sem fengu COVID-19 hafi frekar átt á hættu að glíma við langvarandi sjúkdómseinkenni en þeir sem ekki fengu COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu