fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Fundu forna vetrarbraut sem er stærri en Vetrarbrautin – Gæti gjörbylt heimsfræðinni

Pressan
Laugardaginn 16. mars 2024 11:30

Mynd: ESA/Hubble & NASA, Acknowledgement: Judy Schmidt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar telja að fyrstu vetrarbrautirnar hafi myndast í kringum risastóra bauga af hulduefni. En nýfundin vetrarbraut, sem myndaðist fyrir rúmlega 13 milljörðum ára, gæti gjörbreytt þessari kenningu og gjörbylt heimsfræðinni.

Með aðstoð James Webb geimsjónaukans fundu stjörnufræðingar vetrarbraut, sem hefur fengið heitið ZF-UDS-7329, sem á eiginlega ekki að vera til. Tilvist hennar gengur þvert gegn viðteknum kenningum heimsfræðinnar.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature. Í henni kemur fram að í vetrarbrautinni séu fleiri stjörnur en í Vetrarbrautinni, þrátt fyrir að hún hafi myndast aðeins 800 milljónum árum eftir að alheimurinn varð til. Þetta þýðir að stjörnurnar mynduðust án þess að hulduefni væri til staðar en það gengur þvert gegn viðteknum kenningum um myndun vetrarbrauta.

Ekki er vitað hvernig stendur á þessu en þessi nýja uppgötvun gæti gjörbylt hugmyndum okkar um hvernig fyrsta efnið í alheiminum myndaðist og jafnvel grunnhugmyndum heimsfræðinnar.

Live Science segir að í tilkynningu frá Claudia Lagos, meðhöfundi rannsóknarinnar,  komi fram að það að svo gríðarlega massífar vetrarbrautir hafi myndast á árdögum alheimsins, sé ákveðin áskorun hvað varðar viðteknar hugmyndir okkar og kenningar í heimsfræði. Ástæðan er að þegar vetrarbrautin myndaðist þá höfðu gríðarlegar stórir hulduefnishlutir ekki myndast því þeir höfðu einfaldlega ekki haft nægan tíma til þess frá myndun alheimsins. Talið er að hulduefni sé nauðsynlegt til að halda vetrarbrautum saman í upphafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu