fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Evrópa er alls ekki undirbúin fyrir hugsanlegar hörmungar

Pressan
Laugardaginn 16. mars 2024 17:30

Börn kæla sig í miklum hita. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópa er ekki reiðubúin. Svo einföld er niðurstaða Evrópsku umhverfismálastofnunarinnar EEA í nýjast loftslagshættumati hennar. Í hættumatinu eru hinar hratt vaxandi loftslagsbreytingar greindar.

„Nýjasta greining okkar sýnir að Evrópa stendur frammi fyrir bráðri loftslagshættu sem vex hraðar en viðbragðsgeta okkar,“ er haft eftir Leena Yla-Mononen, forstjóra EEA, í fréttatilkynningu.

Á síðustu árum hafa Evrópubúar ekki farið varhluta af hitabylgjum og flóðum og miðað við það sem kemur fram í skýrslunni mun slíkum hamförum fjölga í framtíðinni. Af þeim sökum verða Evrópuríki að undirbúa sig undir slíkar hamfarir.

Evrópa er sú heimsálfa þar sem hitinn hækkar hraðast, raunar tvöfalt hraðar en annars staðar í heiminum að sögn EEA. Af þeim sökum skella loftslagsbreytingarnar mjög hratt á Evrópu.

Í greiningunni er farið yfir 36 stóra loftslagsáhættuþætti í Evrópu og 21 af þeim krefst tafarlausra viðbragða. Ef ekki verður brugðist við, eru heilsufar, innviðir og uppskera í Evrópu í hættu og mun það eiga sér stað á þessari öld.

Hlýrra loftslag mun valda miklum þurrkum í suðurhluta álfunnar og eyðileggja uppskeru og minnka vatnsforðann.

Ef vandamálin verða ekki leyst svo fljótt sem auðið er, þá mun það hafa banvænar afleiðingar að mati EEA.

Í skýrslunni eru ýmsar sviðsmyndir dregnar upp og í þeim svartsýnustu kemur fram að „mörg hundruð þúsund manns muni látast í hitabylgjum“.

Sumarið 2022 létust 60.000 til 70.000 Evrópubúar ótímabærum dauða vegna hærra hitastigs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu