fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Hefði betur eldað beikonið meira en hann gerði – Óhugnanleg uppgötvun í heila manns

Pressan
Föstudaginn 15. mars 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

52 ára Flórídabúi sem leitaði til læknis vegna slæmra höfuðverkja trúði sennilega ekki eigin eyrum þegar læknar sögðu honum hvað væri í gangi.

Maðurinn hafði glímt við mígreni lengi vel en skyndilega var eins og lyfin virkuðu ekki. Eftir að hafa farið í heilaskanna kom í ljós að í heila mannsins reyndist lirfa af bandormi dvelja í góðu yfirlæti.

Fjallað var um málið í vísindaritinu American Journal of Case Reports og hafa bandarískir fjölmiðlar, þar á meðal CNN, fjallað um málið.

Um er að ræða svokallaðan svínabandorm (e. Taenia solium) sem eins og nafnið gefur til kynna á rætur sínar að rekja til svína. Það furðulega við greininguna var sú staðreynd að maðurinn var ekki beint útsettur fyrir smiti; hann starfaði ekki í svínarækt, hafði ekki komið nálægt lifandi svínum og hafði ekki heimsótt tilgreind hættusvæði.

Hann játaði hins vegar að hafa borðað lítið eldað beikon allt sitt líf. Hvernig lirfan rataði í heila mannsins er óvíst en vísindamenn eru með sínar kenningar. Ein er á þá leið að maðurinn hafi borðað sýkt kjöt og ekki þvegið sér nægilega vel um hendurnar eftir að hafa farið á salernið. Eggin hafi svo ratað aftur inn í líkamann í gegnum nef eða munn.

Í greinargerð vísindamanna kemur fram að maðurinn hafi í raun verið heppinn að hafa bara þjáðst af höfuðverkjum því mikil hætta sé á heilablæðingu þegar lirfurnar komast í heilann.

Maðurinn fór á sterkan lyfjakúr eftir að þetta uppgötvaðist og tókst honum að losna við hinn óboðna gest í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig