fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

„Vandræðalega erfitt að fá Google Gemini til að viðurkenna að það sé til hvítt fólk“

Pressan
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 04:30

Eins og sjá má eru þessar myndir ekki sögulega réttar. Mynd:X/@BasedTorba

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Google Gemini er gervigreindarforrit frá tæknirisanum Google. Það býr til myndir út frá þeim texta sem notendur láta forritinu í té. En það hefur sýnt sig að forritið á erfitt með að búa til myndir sem eru sögulega réttar.

Sem dæmi má nefna að ef þú biður forritið um að gera mynd af víkingum þá reiknar þú væntanlega með að sjá hvítan karl, kraftalega vaxinn, með sítt skegg, sítt hár og stóran skjöld. En þessu er forritið ekki sammála og sér frekar fyrir sér hörundsdökkan mann eða mann af asískum uppruna.

Víkingar voru væntalega ekki svartir né kvenkyns. Mynd: X/@BasedTorba

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef þú ert beðin(n) um að lýsa páfa, þá er mjög líklegt að þú segir að páfar séu yfirleitt vel við aldur, hvítir á hörund og með undarlegan hatt á höfðinu. En Gemini er ekki á þessari línu og eins og sjá má hér fyrir neðan bjó forritið til mynd af hörundsdökkri konu og karli. Rétt er að hafa í huga að í gegnum söguna hafa allir 266 páfar hinnar kaþólsku kirkju verið hvítir karlar.

Páfar hafa nú aldrei litið svona út. Mynd:X/@BasedTorba

 

 

 

 

 

 

 

Þetta, og fleira, hefur orðið til þess að Google hefur verið sakað um að vera orðið „fáránlega woke“.

Til dæmis skrifaði Debarghya Das, sem starfaði áður sem hugbúnaðarverkfræðingur hjá Google Search, á X að það sé „vandræðalega erfitt að fá Google Gemini til að viðurkenna að hvítt fólk sé til“.

Það er greinilega svo vandræðalega erfitt að Google hefur nú ákveðið að taka forritið úr notkun tímabundið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“