fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Tekinn af lífi fyrir hrottafengið morð á níu ára stúlku

Pressan
Miðvikudaginn 4. desember 2024 14:15

Christopher Collings var tekinn af lífi í gærkvöldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christopher Collings, 49 ára karlmaður á dauðadeild í Missouri í Bandaríkjunum, var tekinn af lífi í gærkvöldi, 17 árum eftir að hann framdi hrottalegt morð á níu ára stúlku.

Christopher var dæmdur fyrir að nauðga og myrða hina níu ára gömlu Rowan Ford í nóvember 2007. Christopher var náinn fjölskylduvinur stúlkunnar, bjó um tíma á heimili hennar og kallaði hún hann meðal annars „frænda“ sinn.

Banvænni lyfjablöndu var dælt í líkama hans og var hann úrskurðaður látinn níu mínútum síðar. Þetta var 23. aftakan í Bandaríkjunum það sem af er ári og sú fjórða í Missouri. Aðeins í Alabama (6) og í Texas (5) hafa fleiri aftökur farið fram á árinu.

Collings baðst afsökunar á gjörðum sínum í lokaorðum sínum og kvaðst vonast til þess að aðstandendur Rowan myndu nú finna frið.

Christopher hafði drukkið mikið magn áfengis og reykt marijúana ásamt stjúpföður Rowan, David Spears, og öðrum manni þetta örlagaríka kvöld í nóvember 2007. Hann náði í stúlkuna þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og fór með hana í hjólhýsi sem hann hafði aðgang að fyrir utan heimilið þar sem hann braut gegn henni.

Hann sagðist hafa ætlað sér að koma henni aftur í rúmið sitt þannig að hún myndi ekki sjá framan í hann. Það gekk ekki eftir og sagðist hann hafa panikkað þegar hún sá hver það var sem braut gegn henni. Stjúpfaðir Rowan var dæmdur fyrir hylmingu í málinu og sat hann í fangelsi í sjö ár uns honum var sleppt úr haldi árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Í gær

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“