fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Tekinn af lífi fyrir hrottafengið morð á níu ára stúlku

Pressan
Miðvikudaginn 4. desember 2024 14:15

Christopher Collings var tekinn af lífi í gærkvöldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christopher Collings, 49 ára karlmaður á dauðadeild í Missouri í Bandaríkjunum, var tekinn af lífi í gærkvöldi, 17 árum eftir að hann framdi hrottalegt morð á níu ára stúlku.

Christopher var dæmdur fyrir að nauðga og myrða hina níu ára gömlu Rowan Ford í nóvember 2007. Christopher var náinn fjölskylduvinur stúlkunnar, bjó um tíma á heimili hennar og kallaði hún hann meðal annars „frænda“ sinn.

Banvænni lyfjablöndu var dælt í líkama hans og var hann úrskurðaður látinn níu mínútum síðar. Þetta var 23. aftakan í Bandaríkjunum það sem af er ári og sú fjórða í Missouri. Aðeins í Alabama (6) og í Texas (5) hafa fleiri aftökur farið fram á árinu.

Collings baðst afsökunar á gjörðum sínum í lokaorðum sínum og kvaðst vonast til þess að aðstandendur Rowan myndu nú finna frið.

Christopher hafði drukkið mikið magn áfengis og reykt marijúana ásamt stjúpföður Rowan, David Spears, og öðrum manni þetta örlagaríka kvöld í nóvember 2007. Hann náði í stúlkuna þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og fór með hana í hjólhýsi sem hann hafði aðgang að fyrir utan heimilið þar sem hann braut gegn henni.

Hann sagðist hafa ætlað sér að koma henni aftur í rúmið sitt þannig að hún myndi ekki sjá framan í hann. Það gekk ekki eftir og sagðist hann hafa panikkað þegar hún sá hver það var sem braut gegn henni. Stjúpfaðir Rowan var dæmdur fyrir hylmingu í málinu og sat hann í fangelsi í sjö ár uns honum var sleppt úr haldi árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi