fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Pressan
Laugardaginn 14. desember 2024 14:30

Brúnaðar kartöfllur eru lostæti að margra mati.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúnaðar kartöflur eru fastur hluti af jólamatseðli margra. Þessi blanda af sykri og smjöri, sem umlykur litlar kartöflur, er ómótstæðileg. En það getur verið snúið að fá blönduna til að vera alveg fullkomna.

Margir lenda í því að sykurinn brennur við, hleypur í kekki eða dreifist ójafnt yfir kartöflurnar. En það er til einfalt ráð, sem getur bjargað brúnuðu kartöflunum og tryggt að þetta tekst fullkomlega í hvert sinn!

Galdurinn er einfaldlega að setja vatn og sykur samtímis á pönnuna.

Galdurinn felst í að byrja ferlið með sykur og smávegis vatn. Með þessu tryggir þú að sykurinn bráðni jafnt án þess að brenna við.

Svona gerir þú:

Settu sykur (um 100 grömm fyrir kartöflur fyrir fjóra) og 2-3 matskeiðar af vatni á pönnuna.

Settu pönnuna á meðalhita og hrærðu varlega í þar til sykurinn hefur leyst upp í vatninu.

Láttu blönduna sjóða þar til vatnið er gufað upp og sykurinn byrjar að gyllast og líkjast karamellu.

Settu þá smjör, 25-50 gr, saman við og láttu bráðna.

Settu kartöflurnar á pönnuna og snúðu þeim varlega þar til þær eru þaktar blöndunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali