fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Pressan

48 ára og dauðvona eftir að hafa unnið við að skera borðplötur

Pressan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 19:00

Marek Marzec.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marek Marzec, 48 ára þriggja barna faðir, liggur fyrir dauðanum með ólæknandi lungnasjúkdóm sem hann rekur til starfa sinna síðustu árin. Hann ætlar í mál við fyrrverandi vinnuveitanda sinn vegna málsins.

New York Post greinir frá þessu.

Marek er fæddur í Póllandi en hefur frá árinu 2012 unnið í verksmiðjum í London og Hertfordshire á Englandi við að skera svokallaðar quartz-borðplötur sem njóta mikilla vinsælda meðal annars í eldhúsum og á baðherbergjum.

Marek er með það sem kallað er kísillungu (e. silicosis) en sjúkdómurinn orsakast af innöndun kísilryks. Meðal einkenna eru hósti, andnauð, þreyta, þyngdartap og óafturkræfar skemmdir á lungum.

Í frétt New York Post kemur fram að Marek sé of veikur til að gangast undir lungnaígræðslu en það er eina von hans til að lifa af.

Hann segir að ekki hafi verið passað nógu vel upp á öryggi starfsmanna í umræddum verksmiðjum. Lögfræðifyrirtækið Leigh Day fer með mál Mareks og raunar fleiri einstaklinga sem hafa þróað með sér kísillungu. Hefur fyrirtækið krafist þess að betur verði hugað að öryggi starfsmanna.

Í frétt sem New York Post birti í fyrra kemur fram að kísillungu hafi um langt skeið verið í hópi „gleymdra sjúkdóma“ en að undanförnu hafi komið upp holskefla tilfella. Talið er að í Bandaríkjunum séu um hundrað þúsund einstaklingar sem eiga í hættu á að fá sjúkdóminn.

Marzec liggur á Whittingham-sjúkrahúsinu í Lundúnum undir handleiðslu eins færasta lungnasérfræðings Bretlandseyja, Dr. Jo Feary. Vegna þess hversu langt sjúkdómurinn er kominn telja læknar að hann eigi aðeins um tvær vikur eftir ólifaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona er hægt að kæla bjór og gos á nokkrum mínútum án þess að nota frysti

Svona er hægt að kæla bjór og gos á nokkrum mínútum án þess að nota frysti
Pressan
Fyrir 2 dögum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum