fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Harmleikur í Svíþjóð – Hjón fundust látin eftir að hafa verið týnd í viku í skógi

Pressan
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 07:30

Per og Margareta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa verið týnd í rúma viku, fundust eldri hjón frá Mjölby í Svíþjóð látin í skógi nærri Boxholm. Þau höfðu farið til sveppatínslu en áttu ekki afturkvæmt úr henni.

Hjónin, hin 83 ára Margareta og hinn 80 ára Per Inge, fóru til sveppatínslu en þegar þau skiluðu sér ekki aftur heim var farið að leita að þeim.

Þau fundust á laugardaginn en þá voru rúmlega 100 manns við leit í skóginum.

Kurt Marklund, talsmaður lögreglunnar, sagði að ekki sé talið að andlát þeirra hafi borið að með saknæmum hætti, heldur hafi verið um slys að ræða.

Í samtali við Sænska ríkisútvarpið sagði hann að líkin hafi fundist í brekku nærri bíl þeirra og að líklega hafi þau dottið niður hana og látist.

Lögreglan taldi í fyrstu ekki útilokað að hjónunum hefði verið rænt en svo reyndist ekki vera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum