fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Pressan

Gríðarlegu magni af osti stolið – Óttast að hann endi í Rússlandi eða Miðausturlöndum

Pressan
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 07:30

Ostur er greinilega eftirsóttur hjá þjófum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir ostaframleiðendur hafa orðið illa fyrir barðinu á svikahröppum að undanförnu. Þeir hafa stolið osti að jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna. Óttast framleiðendurnir að osturinn endi í Rússlandi eða Miðausturlöndum því þar sé fárra eða engra spurninga spurt um uppruna hans.

The Independent hefur eftir Patrick Holden, sem framleiðir Hafod Welsh Cheddar, að tveimur og hálfu tonni af ostinum hafi verið stolið frá honum. Hann fékk pöntun upp á 950 stykki af honum, osturinn er framleiddur í stórum hringlaga stykkjum, af aðila sem gaf sig út fyrir að vera franskur heildsali. Verðmæti ostsins er sem nemur um 53 milljónum íslenskra króna.

Holden notast við mörg hundruð ára gamla uppskrift við framleiðsluna og heldur 90 kýr. Hann sagði að fyrrgreind pöntun hafi verið sú stærsta sem hann hefur nokkru sinni fengið og þetta hafi því verið mikið áfall. Framleiðslugetan sé takmörkuð en hann hafi átt ost á lager og hafi því getað afgreitt pöntunina.

Osturinn var fluttur í vöruhús í útjaðri Lundúna, þar beið sendibíll eftir honum og var honum ekið á brott um leið og búið var að setja ostinn í hann. Eftir það hefur ekkert spurst til ostsins né svikahrappanna.

Holden sagðist telja að osturinn endi í Miðausturlöndum eða Rússland því þar spyrji fólk engra spurninga um uppruna hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“
Pressan
Fyrir 5 dögum

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914