fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Gríðarlegu magni af osti stolið – Óttast að hann endi í Rússlandi eða Miðausturlöndum

Pressan
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 07:30

Ostur er greinilega eftirsóttur hjá þjófum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir ostaframleiðendur hafa orðið illa fyrir barðinu á svikahröppum að undanförnu. Þeir hafa stolið osti að jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna. Óttast framleiðendurnir að osturinn endi í Rússlandi eða Miðausturlöndum því þar sé fárra eða engra spurninga spurt um uppruna hans.

The Independent hefur eftir Patrick Holden, sem framleiðir Hafod Welsh Cheddar, að tveimur og hálfu tonni af ostinum hafi verið stolið frá honum. Hann fékk pöntun upp á 950 stykki af honum, osturinn er framleiddur í stórum hringlaga stykkjum, af aðila sem gaf sig út fyrir að vera franskur heildsali. Verðmæti ostsins er sem nemur um 53 milljónum íslenskra króna.

Holden notast við mörg hundruð ára gamla uppskrift við framleiðsluna og heldur 90 kýr. Hann sagði að fyrrgreind pöntun hafi verið sú stærsta sem hann hefur nokkru sinni fengið og þetta hafi því verið mikið áfall. Framleiðslugetan sé takmörkuð en hann hafi átt ost á lager og hafi því getað afgreitt pöntunina.

Osturinn var fluttur í vöruhús í útjaðri Lundúna, þar beið sendibíll eftir honum og var honum ekið á brott um leið og búið var að setja ostinn í hann. Eftir það hefur ekkert spurst til ostsins né svikahrappanna.

Holden sagðist telja að osturinn endi í Miðausturlöndum eða Rússland því þar spyrji fólk engra spurninga um uppruna hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca