fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Pressan
Mánudaginn 4. nóvember 2024 06:30

Hér sjást Logan og Holly ræða saman rétt áður en hann stakk hana til bana. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Newcastle á Englandi dæmdi á föstudaginn Logan MacPhail, 17 ára, í ævilangt fangelsi fyrir  morðið á Holly Newton, 15 ára, í janúar síðastliðnum. Hann stakk hana til bana í miðbæ Hexham. Hann réðst á hana og stakk hana 36 sinnum á rétt rúmri mínútu.

Sky News segir að 16 ára piltur, sem var með Holly, hafi reynt að koma henni til aðstoðar en hafi einnig verið stunginn og særðist hann á öxl, handlegg og mjöð og þurfti að gangast undir aðgerð.

Fyrir dómi sögðu saksóknarar að Logan hafi verið „öfundsjúkur“ af því að Holly var að slá sér upp með öðrum pilti. Einnig kom fram að Holly hafði sagt vini sínum að Logan hafi „í raun ofsótt hana“.

Við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn að Logan hafi tekið ákvörðun um að stinga 15 ára stúlku til bana, með hnífi sem hann bar ólöglega á sér á almannafæri, eftir að hafa elt hana um bæinn í um klukkustund. Allt af því að það hafði slitnað upp úr sambandi þeirra.

Logan, sem er einhverfur og með lága greindarvísitölu, neitaði að hafa myrt Holly en játaði að hafa banað henni. Hann bar við minnisleysi og sagðist ekki muna eftir að hafa stungið Holly og vin hennar. Hann sagðist hafa ætlað að skaða sjálfan sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans