fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Fjölskylda fraus í hel á leið sinni til Bandaríkjanna – Tveir sakfelldir vegna málsins

Pressan
Föstudaginn 29. nóvember 2024 07:00

Patelfjölskyldan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar 2022 fraus fjögurra manna indversk fjölskylda til bana á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Var hún að reyna að komast gangandi til Bandaríkjanna í miklu óveðri.

Nýlega voru þeir Harshkumar Ramanlal Patel, 29 ára Indverji, og Steve Shand, fimmtugur Bandaríkjamaður, sakfelldir fyrir að hafa ætlað að smygla fjölskyldunni til Bandaríkjanna. Voru þeir félagar í glæpahópi sem stóð fyrir umfangsmiklu smygli á Indverjum til Bandaríkjanna.

Sky News skýrir frá þessu og segir að indverska fjölskyldan hafi reynt að komast frá Kanada til Bandaríkjanna þann 19. janúar 2022. Óveður geisaði og frusu þau til bana. Þetta voru hjónin Jagdish og Vaishalibe og 11 ára dóttir þeirra, Vihangi, og 3 ára sonur þeirra, Dharmik.

Andy Luger, dómsmálaráðherra Minnesota, sagði að í réttarhöldunum yfir tvímenningunum hafi komið fram að smyglararnir taka fjárhagslegan ávinning fram yfir manngæsku og hafi sýnt hversu grimmdarlegt smygl á fólki er.

„Til að græða nokkur þúsund dollara, stofnuðu þessir smyglarar körlum, konum og börnum í mikla hættu sem endaði með skelfilegum og sorglegum dauða heillar fjölskyldu,“ sagði hann.

Patel og Shand eiga allt að 55 ára fangelsi yfir höfði sér en refsing þeirra verður ákveðin síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 1 viku

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari