fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Kim Jong-un segir Bandaríkin leika sér að eldi

Pressan
Föstudaginn 4. október 2024 06:30

Kim Jong-un er mjög reiður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin ögra Rússlandi og leika sér að eldi þegar þau senda hergögn fyrir hundruð milljarða til Úkraínu. Ættu Bandaríkjamenn að fara varlega í samkeppni sinni við kjarnorkuveldið Rússland.

Þetta sagði Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, nýlega en það var norðurkóreska ríkisfréttastofan KCNA sem flutti fréttir af þessu.

Sagði einræðisherrann að sögn að bandaríska ríkisstjórnin kyndi undir ófriði í Úkraínu og að hætta sé á að úr verði umfangsmeira stríð í Evrópu.

„Bandaríkin og Vesturlönd ættu ekki að hunsa eða vanmeta alvarlegar aðvaranir Rússa. Eru Bandaríkin og Vesturlönd undir það búin að taka afleiðingunum þegar þau leika sér svo óábyrgt með eldinn gegn Rússlandi sem er kjarnorkuveldi,“ sagði einræðisherrann að sögn.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í síðustu viku að hergögn að verðmæti átta milljarða dollara verði send til Úkraínu á næstunni. Meðal hergagnanna eru flugskeyti sem geta hæft skotmörk í allt að 130 km fjarlægð.

Kim Jong-un sagði það „stór mistök og heimskulegt“ að senda hergögnin til Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá