fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Dæmd í ævilangt fangelsi – Myrti foreldra sína og geymdi líkin heima í fjögur ár

Pressan
Þriðjudaginn 15. október 2024 07:00

Lois og John McCullough. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fjögur ár bjó Virginia McCullough í húsi foreldra sinna í Essex á Englandi og geymdi lík þeirra þar. Hún myrti þau í júní 2019 á heimili þeirra  en það var ekki fyrr en fjórum árum síðar sem lögreglan komst á snoðir um hvað hún hafði gert.

 Það gerðist í september 2023 þegar lögreglan fór heim til Virginia eftir að læknir foreldra þeirra hafði haft samband við lögregluna og lýst yfir áhyggjum sínum af að hafa ekkert heyrt frá foreldrunum í langan tíma.

The Guardian segir að lögreglan hafi fundið lík föður Virginia, John McCullough, í heimatilbúinni gröf sem samanstóð af steypuklumpum. Lík móður hennar, Lois McCullough, fannst í svefnpoka í skáp í svefnherbergi hennar.

Virginia eitraði fyrir föður sínum með hans eigin lyfjum en móður sinni banaði hún  með hamri og eldhúshníf.

Ekki er vitað af hverju hún myrti þau en hún sagði lögreglunni að hún hefði ekki átt neinna annarra kosta völ. Hún játaði sök og sagði lögreglunni að hún hafi vitað að það myndi komast upp um hana á einhverjum tímapunkti.

Hún var dæmd í ævilangt fangelsi í síðustu viku en getur sótt um reynslulausn eftir 36 ár.

Rob Kirby, yfirlögregluþjónn, sagði fyrir dómi að morðin hafi verið „framin með köldu blóði“ af konu sem sé „snjall lygari“ sem hafi logið um nær allt varðandi líf sitt.

Bréf frá systkinum Virgina var lesið upp fyrir dómi en í því skrifuðu þau að morðin séu „lifandi martröð“ fyrir þau. Ekki liggur fyrir af hverju þau grunaði ekki að foreldrar þeirra væru ekki lengur á lífi.

Virgina lifði á lífeyrisgreiðslum foreldra sinna og fékk að minnsta kosti sem svarar til um 25 milljónum íslenskra króna greiddar á þessum fjórum árum.

Gögn sýna að hún eyddi sem nemur um átta milljónum í veðmál á netinu á þessum tíma en ekki er að sjá að hún hafi lifað neinu lúxuslífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Í gær

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun