fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Þaulskipulögð aðgerð Mossad: Skúffufyrirtæki sett á fót og símboðarnir smíðaðir frá grunni

Pressan
Fimmtudaginn 19. september 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsmenn eru sagðir hafa smíðað símboðana frá grunni sem sprengdu fjölmarga meðlimi Hisbollah-samtakanna í fyrradag. Því hefur verið haldið fram að átt hafi verið við símboðana og sprengiefni komið fyrir í þeim en þetta mun ekki vera rétt ef marka má umfjöllun New York Times.

Mossad, ísraelska leyniþjónustan, er sögð hafa sett á fót skúffufyrirtæki sem virðast hafa haft þann eina tilgang að framleiða umrædda símboða. Undirbúningurinn virðist hafa verið þaulskipulagður og augljóst að um langtímaverkefni var að ræða hjá Ísraelsmönnum.

Skúffufyrirtæki í Búdapest

Eitt af skúffufyrirtækjum Mossad, B.A.C. Consulting í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, framleiddi símboðana sem síðan voru sendir til Líbanons. Fyrirtækið fékk leyfi hjá taívanska tæknifyrirtækinu Gold Apollo til að framleiða fyrrnefnda símboða fyrir þeirra hönd.

Forstjóri Gold Apollo, Hsu Ching-kuang, sagði við blaðamenn í gær að B.A.C Consulting hefði haft samning við fyrirtækið undanfarin þrjú ár.

„Samkvæmt þessum samningi þá leyfum við B.A.C að nota nafnið okkar á ákveðnum svæðum, en hönnunin og framleiðslan er algjörlega á ábyrgð B.A.C,“ sagði Gold Apollo í yfirlýsingu í gær.

Framleiddu líka hefðbundna símboða

Í umfjöllun New York Times kemur fram að tvö önnur skúffufyrirtæki að minnsta kosti, annað þeirra í Búlgaríu þar sem Norðmaður var skráður forsvarsmaður, hafi verið notuð til að hylja slóð Mossad.

Bent er á það að B.A.C hafi einnig verið með venjulega kúnna og framleitt venjulega símboða sem innihéldu ekkert sprengiefni. En eini raunverulegi kúnninn sem B.A.C hafði áhuga á voru liðsmenn Hisbollah-samtakanna og símboðarnir sem þeir fengu voru langt því frá venjulegir. Þeir innihéldu sprengiefnið PETN sem búið var að koma fyrir í rafhlöðum símboðanna.

Eftir að sprengingarnar örkumluðu fjölmarga liðsmenn Hisbollah og urðu að minnsta kosti tólf til bana voru ummæli Hassan Nasrallah, aðalritara samtakanna, frá því fyrr á þessu ári rifjuð upp.

Þar hvatti hann liðsmenn Hisbollah til að notast frekar við símboða en farsíma af ótta við að Ísraelsmenn gætu hlerað eða komist inn í samskipti meðlima. Ef marka má umfjöllun New York Times voru Ísraelsmenn þegar með ráðabruggið í smíðum þegar Nasrallah lét ummæli sín falla.

Talið er að fyrstu sendingarnar af símboðum B.A.C hafi komið til Líbanon árið 2022 en í litlu magni til að byrja með. Eftir að Nasrallah hvatti liðsmenn sína til að nota frekar símboðana fór framleiðslan á fullt þar sem eftirspurnin var mikil. Og þar sem símboðarnir höfðu reynst vel – enn sem komið er – héldu Hisbollah-samtökin áfram að eiga viðskipti við B.A.C.

Heimildarmenn New York Times segja að Mossad hafi virkjað hvellhetturnar í símboðunum með því að senda skilaboð sem virtust koma frá æðstu ráðamönnum Hisbollah.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri