fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Versta „hakkaraárið“ fram að þessu – Milljarðarnir streyma inn

Pressan
Föstudaginn 30. ágúst 2024 22:00

Þeir hafa gott upp úr þessu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrri helmingi ársins höfðu tölvuþrjótar, hakkarar, sem svarar til rúmlega 60 milljarða íslenskra króna upp úr krafsinu með því að taka tölvukerfi og gögn í gíslingu. Sumir eigenda þessara tölvukerfa og gagna greiddu þeim „lausnargjald“ til að fá eigur sínar aftur.

Þetta kemur fram í greiningu Chainalysis sem segir að árið í ár stefni í að verða tekjuhæsta ár hakkara fram að þessu. Computerworld skýrir frá þessu.

Fram kemur að Chainalysis hafi komist að þeirri niðurstöðu að rúmlega 60 milljarðar hafi endað inni á rafmyntareikningum hakkara á fyrir helmingi ársins. Á fyrri árshelmingi síðasta árs fengu þeir „aðeins“ 140 milljónir.

Það virðist ekki hafa slegið hakkarana mikið út af laginu að bandarísku alríkislögreglunni FBI, í samvinnu við fleiri stofnanir, tókst að veita hökkurum þungt högg í byrjun ársins þegar látið var til skara skríða gegn tölvuþrjótahópunum Lockbit og Blackcats.

Þrátt fyrir að tekjur hakkaranna hafi aukist gríðarlega á milli ára, þá voru greiðslurnar 27% færri í ár en á síðasta ári. En ástæðan fyrir miklu hærri upphæð er að hakkararnir hafa nú að miklu leyti einbeitt sér að „stórfiskum“. Þetta eru stór fyrirtæki sem mega illa við að missa tölvukerfi sín og gögn í hendur hakkara og eru þau því oft mun líklegri til að greiða lausnargjald og það hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 3 dögum

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Birta myndir af felustaðnum

Birta myndir af felustaðnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur