fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Svona léku Bandaríkjamenn á einn valdamesta fíkniefnabarón heims

Pressan
Föstudaginn 26. júlí 2024 20:00

El Mayo meðan hann naut frelsisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld tilkynntu í morgun að þau hefðu handtekið hinn 76 ára gamla Ismael Zambada Garcia, eða „El Mayo“ eins og hann er gjarnan kallaður. El Mayo er leiðtogi Sinaloa-eiturlyfjahringsins sem er einn sá stærsti og valdamesti í heiminum.

Með honum í för var Joaquin Guzman Lopez sem er sonur stofnanda samtakanna, El Chapo, og var hann einnig handtekinn. Báðir eiga yfir höfði sér þunga fangelsisdóma í Bandaríkjunum vegna smygls á gríðarlegu magni af fíkniefnum.

Wall Street Journal greinir frá því að hátt settur meðlimur Sinaloa-hringsins hafi starfað með bandarískum löggæsluyfirvöldum í málinu undanfarna mánuði.

Þessi meðlimur er sagður hafa platað El Mayo til að stíga um borð í flugvél til að skoða svæði fyrir hugsanlega flugvelli fjarri mannabyggðum í Mexíkó sem hægt væri að nota til smygls á fíkniefnum. Var vélinni flogið yfir landamærin til El Paso í Texas þar sem laganna verðir biðu eftir El Mayo.

El Mayo tók þátt í stofnun Sinaloa-hringsins á sínum tíma og er hann talinn hafa leikið lykilhlutverk í að múta hátt settum embættismönnum í Mexíkó til að hringurinn gæti haldið völdum sínum og aukið þau jafnt og þétt. Hann hefur verið eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum í fjölda ára og aldrei setið á bak við lás og slá.

Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að Sinaloa-samtökin væru ein ofbeldisfyllstu og valdamestu glæpasamtök heims. Þau bæru mikla ábyrgð á Fentanyl-faraldrinum sem dregur þúsundir til dauða í Bandaríkjunum á hverju ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld