fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Vafasamur leikur hafði skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir tvær fjölskyldur

Pressan
Föstudaginn 7. júní 2024 22:00

Zehring er lamaður fyrir neðan mitti eftir að hafa verið skotinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átján ára piltur er lamaður fyrir neðan mitti og karlmaður á sextugsaldri á yfir höfði sér margra ára fangelsi eftir að leikur, sem lögregla hafði varað við, fór illilega úr böndunum.

New York Post skýrir frá þessu.

Leikurinn sem um ræðir, Senior Assassin, hefur notið þó nokkurra vinsælda á samfélagsmiðlum vestan hafs en hann felur í sér að klukka aðra með vatnsbyssum, baunabyssum eða gelbyssum sem skjóta mjúkum vökvafylltum kúlum. Er þetta jafnan tekið upp og birt á samfélagsmiðlum eins og TikTok, Instagram eða YouTube.

Þann 11. maí síðastliðinn var hinn átján ára Anakin Zehring á ferðinni í bíl með tveimur vinum sínum fyrir utan verslun Wailmart í Goddard í Kansas. Þeir komu auga á ungt par sem var á leið inn í verslunina og ákváðu félagarnir að klukka parið. Óku þeir að þeim og skutu í átt til þeirra með gelbyssum.

Parinu var eðlilega brugðið og hafði stúlkan samband símleiðis við föður sinn, Ruben Marcus Contreras, sem var ekki lengi á vettvang. Lýsti stúlkan því sem hafði gerst og kvaðst hún ekki þekkja deili á ungu mönnunum sem skutu á þau.

Stúlkan sá hvar piltarnir gengu inn í verslun Dairy Queen skammt frá og þegar faðir hennar kom á vettvang benti hún honum á hvert þeir fóru. Faðirinn ók bifreið sinni þangað og átti hann í orðaskiptum við drengina áður en hann dró upp skotvopn og skaut að bílnum.

Ein kúla hafnaði í Zehring og slasaðist hann lífshættulega í skotárásinni. Fór kúlan í gegnum kvið hans og tók í sundur mænuna með þeim afleiðingum að Zehring er núna lamaður fyrir neðan mitti.

Contreras var handtekinn þann 15. Maí síðastliðinn og hefur hann verið ákærður fyrir tilraun til manndráps af fyrstu gráðu.

Í frétt New York Post kemur fram að lögregla hafi fyrr á þessu ári varað við leiknum. Sagði lögregla að hætta væri á því að einhver héldi að um alvöru skotvopn og afleiðingarnar gætu orðið banvænar eins og næstum því gerðist í Kansas þann 11. maí síðastliðinn.

Ruben Marcus Contreras hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps af fyrstu gráðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði