fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Pressan
Sunnudaginn 12. maí 2024 07:30

Frá Kabúl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 30 karlar sóttu nýlega námskeið á vegum Talibana í Kabúl í Afganistan. Námskeiðið snýst um að þjálfa fólk til starfa í ferðamannaiðnaði landsins sem er nú ekki mjög umfangsmikill né blómlegur.

Það kemur væntanlega fáum ef nokkrum á óvart að afganski ferðamannaiðnaðurinn sé ekki blómlegur enda má spyrja sig hver hefur áhuga á að heimsækja land þar sem harðlínumenn ráða ríkjum og hika ekki við að taka fólk af lífi fyrir minnstu sakir, auk þess sem þeir kúga konur og neita þeim um lágmarks mannréttindi.

Konur mega auðvitað ekki sækja fyrrgreint námskeið því stúlkur mega aðeins sækja skóla upp í sjötta bekk og eru útilokaðar frá að sækja sér menntun eftir það.

Efnahagslíf landsins er í molum, innviðirnir eru illa farnir og fátækt einkennir samfélagið. Independent segir að þrátt fyrir þetta leggi útlendingar leið sína til landsins en þeir eru ekki margir. 2021 voru þeir 691, 2022 voru þeir 2.300 og á síðasta ári voru þeir 7.000.

Ástæðan fyrir því að þessar örfáu hræður leggja leið sína til landsins eru fréttir um að dregið hafi úr ofbeldisverkum, fleiri flugferðir eru í boði en áður, til dæmis til Dúbaí, og síðan freistar það sumra að geta montað sig af að hafa heimsótt þennan óvenjulega áfangastað.

Talsmaður ferðamálayfirvalda sagði að flestir ferðamannanna séu frá Kína og skýrir það með nálægðinni og þess hversu margir Kínverjar eru. Afganar hafa einnig ákveðið forskot á suma nágranna sína. Talsmaðurinn sagði að sumir kínversku ferðamannanna, og einnig japanskir ferðamenn, hafi sagt honum að þeir vilji ekki fara til Pakistan vegna þess hversu mikil hætta sé á að á þá verði ráðist þar.

En það er ekki einfalt mál að skella sér til Afganistan. Það er erfitt og dýrt að fá vegabréfsáritun til landsins. Mörg ríki slitu öllu sambandi við Afganistan eftir að Talibanar komust aftur til valda og ekkert ríki viðurkennir þá sem lögmæta valdsherra landsins.

Afgönsk sendiráð eru ýmist lokuð eða þá hefur starfsemi þeirra verið stöðvuð tímabundið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós