fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Örvæntingafull leit eftir að dularfullt hvarf tveggja kvenna – Bíllinn fannst yfirgefinn eftir að þær skiluðu sér ekki að sækja börnin

Pressan
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Oklahoma hefur leitað tveggja kvenna logandi ljósi síðan á laugardag eftir að bíll þeirra fannst yfirgefinn úti í vegakanti.

Konurnar tvær eru Veronica Butler, 27 ára, og Jillian Kelley, 39 ára. Að sögn lögreglu eru konurnar vinkonur og voru á leiðinni að sækja börn Butler. Þær skiluðu sér þó aldrei á áfangastað og nokkru síðar fannst bíllinn sem þær óku yfirgefinn úti í vegarkanti og engin merki um hvað varð um vinkonurnar.

Manneskja náin Butler, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði í samtali við ABC fréttastofuna að Butler hafi verið á leið að sækja sex ára dóttur sína og átta ára son sinn í sveitina í Oklahoma. Dóttir hennar átti afmæli og til stóð að fagna deginum.

Kelley hafi farið með Butler, enda séu þær vinkonur en Kelley er eiginkona nýja prestsins í heimabæ þeirra í Nebraska.

Konurnar voru að aka um 25 kílómetra leið og komust þær langleiðina en bíllinn fannst um 5 kílómetrum frá áfangastaðnum.

„Það er mjög erfitt að takast á við að einhver sem ég hef þekkt síðan ég var 16 ára sé horfin, þetta er mjög erfitt,“ sagði heimildarmaðurinn.

Lögreglan vildi ekki staðfesta að konurnar hafi verið sækja börn Butler og segir óljóst hvaðan konurnar voru að koma og hvert þær voru að fara. Eins sé óvíst hvernig konurnar tengist. Rannsókn sé enn á byrjunarstigi.

Heimildarmaðurinn segir aðstandendur Butler vona það besta en þó eru allir meðvitaðir um að eftir því sem lengra líður frá hvarfinu, því minni líkur séu á því að konurnar séu á lífi.

„Ég veit að fyrstu sólarhringarnir skipta mestu máli við svona leit og ég veit að nú hefur lengri tími liðið og það tekur virkilega á.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð