Potturinn var 1,13 milljarðar Bandaríkjadala, 156 milljarðar króna, en vinningstölurnar að þessu sinni voru 7, 11, 22, 29 og 38. Ofurtalan var svo 4.
Vinningshafinn gefur valið á mmilli þess að fá alla upphæðina greidda jafnt og þétt á næstu árum, eða eina útborgun upp á 537,5 milljónir dala, 74,5 milljarða króna.
Líkurnar á að vinna þann stóra í Mega Millions-lottóinu eru ekki ýkja miklar, eða einn á móti 302.575.350. Miðinn í gæ var keyptur í Bayonne í New Jersey en nánari upplýsingar um vinningshafann hafa ekki verið opinberaðar.