fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Fyrir 1.200 árum skildi köttur eftir sig ummerki sem vekja athygli vísindamanna

Pressan
Laugardaginn 7. desember 2024 07:30

Þetta eru 1.200 ára gömul loppuför. Mynd:Shimon Gibson/Mt Zion Expedition

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um 1.200 árum skildi köttur eftir sig ummerki á leirkrukku sem var að þorna. Þetta eru elstu þekktu ummerkin eftir kött.

Það voru fornleifafræðingar í Jerúsalem sem fundu 1.200 ára brot af krukkunni. Á henni eru för eftir loppu lítils kattar.

Vísindamennina grunar að kötturinn hafi skilið eftir sig þetta far af vinstri framloppunni þegar leirkerasmiður skildi krukkuna eftir til að þorna í sólinni áður en hún var sett í ofn. Yfirborð krukkunnar hefur verið rakt þegar kötturinn setti loppuna á hana og því voru skilyrðin fullkomin til að skilja eftir loppufar fyrir framtíðina.

Shimon Gibson, fornleifafræðingur, sagði Live Science að líklega hafi kötturinn verið að taka á krukkunni því klær hans hafi verið útdregnar og hafi skilið eftir sig djúp för.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“