Í umfjöllun Healthline kemur fram að meðalstór banani innihaldi um 89 hitaeiningar, 75% hans er vatn. Hann inniheldur 1,1 gramm af prótíni, 22,8 grömm af kolvetnum, 12,2 grömm af sykri og 2,6 grömm af trefjum. Hann er því tilvalinn til neyslu á milli mála.
Það er hægt að borða banana með mörgu en ákveðnar matvörur á maður að forðast að borða um leið og banana því þessar blöndur geta valdið meltingartruflunum og öðrum óþægindum að því er segir í umfjöllun Huffington Post.
Það á ekki að borða appelsínur samtímis og banana. Þessi blanda getur valdið meltingartruflunum, ógleði og höfuðverk.
Það á heldur ekki að borða rautt kjöt um leið og banana. Það getur valdið gerjun í maganum sem þýðir að loft myndast í honum.
Það á heldur ekki að borða ís um leið og banana. Sérfræðingar segja að þessi blanda geti valdið magaverkjum. Það á líka að forðast að blanda mjólk og banana saman því það er sannkölluð hitaeiningasprengja.
Sérfræðingar segja einnig að það sé slæmt að blanda banana og lárperuneyslu saman. Báðir ávextirnir innihalda mikið kalíum og ofneysla þess er ekki góð fyrir blóðið.