Lifandi áll var fjarlægður úr kvið manns í Víetnam í vikunni. New York Post greinir frá því að maðurinn hafi leitað á Hai Ha-sjúkrahúsið í Quang Ninh-héraði með mikla kviðverki. Hann var sendur í röntgenmyndatöku og þá blasti dýrið við í meltingavegi hans.
Telja læknarnir að állinn hafi skriðið upp endaþarm mannsins og smokrað sér upp ristil hans.
Maðurinn undirgekkst þegar í stað skurðaðgerð þar sem állinn var fjarlægður. Að sögn lækna gekk aðgerðin vel og virtist manninnum ekki hafa orðið meint af hinum óboðna gesti.