Julius, sem er 28 ára, segir að geimverurnar hafi stolið sæði hans og hafi notað það til að búa til afkvæmi þeirra sjálfra og hans og telur hann að hann eigi hugsanlega „börn“ einhvers staðar utan jarðarinnar.
Hann skýrir frá þessu á YouTuberás sinni „Soft White Underbelly“
Þegar hann rifjar atburðinn upp þá segir hann að þetta hafi í raun farið friðsamlega fram. Hann hafi séð glóandi hnetti sveima við heimili sitt og síðan hafi geimvera byrjað að banka á gluggann.
„Hún var með þrjá arma/fálmara og lyfti þeim og byrjaði að banka á gluggann. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá eitthvað sem ekki var mannlegt. Þegar ég sá þetta, þá fraus ég, ég hreyfði mig ekki,“ segir hann.
Hann varð svo hræddur við þetta að hann byrjaði að sofa í öðru herbergi en það stöðvaði ekki geimveruna. Hann fór að dreyma undarlega og mjög skýra drauma þar sem geimverur komu við sögu.
„Þeir urðu sífellt kynferðislegri og í heila viku dreymdi mig blauta drauma á hverri nóttu. Ég stundaði kynlíf með mismunandi verum, konum og alls konar. Ég vaknaði og leit á buxurnar mínar og stundum voru þær bara blautar, það var ekkert sæði þar,“ segir hann.
Í myndbandinu sakar hann geimverur um að hafa tekið sæði hans til að reyna að búa til afkvæmi geimvera og manna.