fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Þriggja ára dóttir hennar er með sjaldgæfa átröskun – „Hún er bókstaflega að borða allt húsið“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

25 ára tveggja barna móðir er í öngum sínum yfir sjaldgæfum sjúkdómi sem þriggja ára dóttir hennar er haldin. Stacey A’Hearne sem búsett er í Blackwood í Wales segist stöðugt þurfa að fylgjast með hinni þriggja ára gömlu Wynter til að stöðva hana í að maula á hættulegum hlutum á og við heimili þeirra.

Wynter þjáist af pica, sem er sjaldgæf átröskun. Pica er greind þegar börn hafa óstöðvandi þrá í eitthvað sem er ekki matur eins og til dæmis liti, plast, leir, band, hár og föt. Hungur getur verið orsök Pica og greinist þá helst hjá börnum fátækra foreldra. Barn þarf að vera með einkenni pica yfir mánaðartímabil hið minnsta til að vera greint með sjúkdóminn.

Í tilviki Wynter þá borðar hún „húsið„ eins og móðir hennar segir, sem hefur komið að dótturinni að brjóta myndaramma til að geta borðað glerið, móðirin keypti nýjan sófa sem dóttirin hefur nartað vel í, Wynter hefur borðað gifs af veggjunum, nagað hliðarnar á barnastólnum, og fleira má telja.

„Hún er bókstaflega að borða allt húsið,“ segir A’Hearne. „Ég keypti glænýjan sófa og hún hefur tekið bita úr honum. Hún er mjög metvönd á venjulegan mat en hún situr og japlar á öðru.“

Nýi sófinn sem dóttirin er búin að gæða sér á

A’Hearne sem er heimavinnandi og í fullu umönnunarstarfi með Wynter, tók fyrst eftir óvenjulegum matarvenjum dóttur sinnar þegar hún var ungbarn og byrjaði að setja hluti upp í sig. Móðirin taldi þetta ekkert alvarlegt og hugsaði ekki mikið um þetta þar sem dóttirin var að fylgja öllum þroskaskrefum, eins og að tala og ganga.  En eftir að Wynter varð 13 mánaða hefur ástandið síversnað og eftir að Wynter, sem jafnframt er einhverf, hætti að tjá sig með orðum, er móðirin orðin ráðþrota, og biður í örvæntingu um aðstoð, og segist þreytt á að þurfa að fylgjast með Wynter allan sólarhringinn. Segir hún Wynter farna að vakna á næturnar til að tyggja rúmgaflinn og teppið sem hún sefur með.

„Hún hefur brotið um átta myndaramma og reynt að borða glasið. Sama hvað hún finnur leið til að borða hluti sem hún ætti ekki að borða. Sem betur hefur hún aldrei skaðað sjálfa sig þar sem ég fylgist mjög vel með henni. En það er fullt starf að fylgjast með henni.“

A’Hearne fór með dóttur sína til heimilislæknis, sem vísaði henni áfram til lækna sem greindu dótturina með pica átröskun.

„Börn eru alltaf að setja hluti í munninn, en þegar hún var að gera það ítrekað fór ég að halda að þetta væri ekki eðlilegt. Pica getur verið algengari hjá börnum sem eru með einhverfu, sem Wynter hefur líka. Ég held að þetta sé skynjunaratriði og hún þráir mismunandi áferð. Hún er með mjög alvarlega einhverfu sem þýðir að hún talar ekki mikið og hún er einnig með einhver hegðunarvandamál,“ segir A’Hearne sem hefur séð dótturina borða ull innan úr leikföngunum sínum, plöntur og kertavax.

„Ég set hana í barnastólinn með snakk, en hún velur að borða barnastólinn. Einhverfa hennar hefur virkilega áhrif á svefninn og hún vaknar frekar oft. Átröskunin virðist brjótast út seint á kvöldin og um nætur. Hún vaknar klukkan tvö um nætur og ég hef komið að henni að borða barnarúmið og teppin. Það er þreytandi að hafa augun á henni allan sólarhringinn en ég er komin í góða rútínu og ég skil þarfir hennar.“

Dóttirin búin að narta á rúmgaflinum

A’Hearne hefur komist að því að „skynjunarleiktími“ hjálpar Wynter. „Börn með einhverfu hafa gaman af skynjunarhlutum sem þau geta snert eða eru með hljóðum.. Ég er með hálsmen fyrir hana sem er með mismunandi áferð og er sérstaklega hannað fyrir fólk með pica, sem hún getur tuggið á. Einnig eru hlutir eins og mismunandi lagað pasta eitthvað sem hún borðar, sem hún getur snert eða leikið sér með. Læknarnir sögðu að við getum ekki gert mikið fyrir hana. Það er ekki gott fyrir hana að borða þessa hluti, en það er ekki stórhættulegt heldur, svo lengi sem það er ekki gler. Ég verð bara að fylgjast mjög vel með henni og vonandi þroskast þetta af henni á endanum.“

Wynter ásamt yngri systur sinni
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu