fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Háhyrningur drap hvíthákarl – Vekur áhyggjur vísindamanna – Myndband

Pressan
Sunnudaginn 10. mars 2024 15:30

Hvíthákarl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hafa komið upp nokkur dæmi um að háhyrningar hafi unnið saman við að elta hvíthákarla og drepa. En síðasta sumar urðu vísindamenn og ferðamenn vitni að mjög óvenjulegri árás þar sem einn háhyrningur réðst á hvíthákarl og drap hann. Þetta hefur vakið upp áhyggjur um að breytingar séu að eiga sér stað í vistkerfinu.

Það sem vísindamennirnir og ferðamennirnir sáu var árás háhyrnings, sem gengur undir nafninu „Starboard“, á um 2,5 metra langan hvíthákarl. Þetta átti sér stað um 400 km austan við Höfðaborg í Suður-Afríku. Það tók háhyrninginn aðeins um tvær mínútur að drepa hvíthákarlinn.

Dr. Primo Micarelli, sjávarlíffræðingur, var meðal þeirra sem urðu vitni að drápinu á hvíthákarlinum. CNN segir að í tilkynningu frá honum komi fram að hann segi árásina vera „ógleymanlega“ en hefur um leið áhyggjur af hvíthákarlsstofninum við Suður-Afríku vegna veiða háhyrninga á þeim. Segir hann að þrátt fyrir þá virðingu og ótta sem hann ber fyrir hvíthákörlum, þá hafi hann vaxandi áhyggjur af jafnvæginu í vistkerfinu við strendurnar.

Micarelli er meðhöfundur að rannsókn um veiði háhyrninga á hvíthákörlum og áhrif veiðinnar á hvíthákarlsstofninn við Suður-Afríku. Rannsóknin hefur verið birt í African Journal of Marine Science.

Í rannsókninni kemur fram að eftir að Starboard hafði drepið hvíthákarlinn hafi náðst mynd af honum með lifur hans í kjaftinum. Það er einmitt lifrinn úr hvíthákörlum sem háhyrningarnir sækja í vegna þess hversu næringarrík hún er. Lifrinn er svo stór að hún er 5% af líkamsþyngd hákarlanna.

Hvíthákarlar eru að meðaltali þrír til fjórir metrar á lengd og vega 680 til 1.100 kg. Til samanburðar er rétt að nefna að háhyrningar vega um 6 tonn og eru 5-9 metra langir.

Í fyrri árásum háhyrninga á hvíthákarla við strendur Suður-Afríku hafa tveir til sex háhyrningar tekið þátt í árásunum og gat það tekið þá allt að tvær klukkustundir að drepa hákarlana.

Það að það tók Starboard aðeins tvær mínútur að drepa hvíthákarlinn getur verið til merkis um að hann sé duglegt og klókt rándýr.

Vísindamenn vita ekki hvaðan háhyrningarnir koma og af hverju þeir byrjuðu að veiða hvíthákarla í hópum og nú einir.

Alison Towner, einn af höfundum rannsóknarinnar, segir að ekki liggi traust gögn fyrir um ástæðurnar en hugsanlega tengist þetta stórum breytingum á vistkerfinu. Ljóst sé að áhrif af völdum manna, til dæmis fiskveiðar og loftslagsbreytingarnar, hafi áhrif á hafið.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband af þessum atburði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm