fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Maðurinn sem fór í 217 bólusetningar gegn Covid – Svona reiðir honum af í dag

Pressan
Fimmtudaginn 7. mars 2024 11:30

Tilraunirnar með þessa tegund bólusetninga lofa góðu að sögn Moderna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn birtu á dögunum niðurstöður rannsóknar sem þeir gerðu á 62 ára Þjóðverja sem fékk hvorki fleiri né færri en 217 bólusetningar gegn Covid-19.

Vildu vísindamenn vita hvaða áhrif öll þessi bóluefni hefðu haft á líkamsstarfsemi mannsins. Til að gera langa sögu stutta virðist manninum ekki hafa orðið meint af, þvert á móti.

Niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Lancet Infectious Diseases að því er fram kemur í frétt BBC.

Maðurinn sem um ræðir er frá Magdeburg og höfðu rannsakendur rekist á sögu hans í þýskum fjölmiðlum. Maðurinn fór í allar þessar bólusetningar „vísvitandi og af persónulegum ástæðum“ á 29 mánaða tímabili.

Vísindamenn rannsökuðu meðal annars munnvatns- og blóðsýni og báru saman við eldri blóðsýni sem tekin voru áður en Covid-19 braust út.

Vísindamenn töldu að þetta magn bóluefna myndi setja ónæmiskerfi mannsins á yfirsnúning og „þreyta“ svokallaðar T-frumur líkamans sem berjast meðal annars gegn því sem er framandi í líkamanum, bakteríum og veirum til dæmis. Töldu vísindamenn að maðurinn yrði því verr í stakk búinn til að takast á við veiruna en ella.

En annað kom á daginn því maðurinn reyndist vera með fleiri t-frumur en einstaklingar í samanburðarhópi sem höfðu fengið þrjár bólusetningar gegn Covid-19. Þessar frumur voru líka í mjög góðu standi hjá Þjóðverjanum. Þá virðist maðurinn ekki hafa glímt við neinar aukaverkanir þó hann hafi fengið öll þessi bóluefni.

Í umfjöllun BBC kemur fram að vísindamenn mæli ekki með því að gangast undir svo margar bólusetningar. Þrjár bólusetningar gegn Covid-19 sé almennt talið nóg, en einstaklingar í áhættuhópi ættu þó að fara í örvunarbólusetningu með reglulegu millibili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli