Flestir þekkja rútínuna að bursta tennurnar, spýta út úr sér og síðan skola munninn. En það er einmitt þetta að skola munninn sem er ekki sniðugt að sögn tannlækna. Oral Health Foundation í Bretlandi segir að þetta grafi undan gagnsemi flúorsins sem er í tannkreminu. Flúorið gegnir mikilvægu hlutverki við að styrkja glerung tannanna.
Flúor, sem er lykilefni í mörgum tegundum tannkrems, er hannað til að bæta tannheilsuna og það þarf tíma til að hafa jákvæð áhrif á yfirborð tannanna.
Ef munnurinn er skolaður strax að tannburstun lokinni, þá fjarlægir maður flúorið áður en hann hefur haft tíma til veita þá vernd sem það veitir gegn holum og sliti.
Sérfræðingar mæla því með því að fólk láti duga að spýta tannkremi úr munninum að tannburstun lokinn og sleppi því að skola munninn. Einnig er mælt með því að matar og drykkjar sé ekki neytt í minnst tíu mínútur að tannburstun lokinni.