fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Reisti sér risastórt heimili á einum glæsilegasta íþróttaleikvangi Bandaríkjanna

Pressan
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 09:30

Útsýnið úr stofunni var bærilegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gallharðir stuðningsmenn Manchester United eða Liverpool hefðu eflaust ekkert á móti því að eiga risastóra glæsiíbúð á Old Trafford eða Anfield með útsýni úr stofunni yfir völlinn.

Bandaríski auðmaðurinn Roy Hofheinz lét þennan draum sinn verða að veruleika þegar hann reisti Astrodome-íþróttaleikvanginn í Houston árið 1963.

Hofheinz var borgarstjóri Houston á árunum 1953 til 1956 og frumkvöðull þegar kom að byggingu og þróun íþróttaleikvanga.

Framkvæmdum við leikvanginn, sem rúmaði tæplega 70 þúsund áhorfendur þegar mest var, lauk árið 1964 og léku til að mynda Houston Astros leiki sína þar í bandarísku hafnaboltadeildinni og Houston Oilers meðan það var og hét í NFL-deildinni.

Hofheinz var mikill íþróttaunnandi og ákvað hann að reisa sér glæsilega íbúð á besta stað á leikvanginum þar sem var útsýni úr stofunni yfir völlinn. Um var að ræða einn fyrsta fjölnota íþróttaleikvanginn í heiminum og var leikvangurinn notaður í margvíslegum tilgangi, til dæmis undir sýningar og tónleika.

Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér fór býsna vel um Roy og þá sem heimsóttu hann á leikvanginn. Bar, keilusalur, kvikmyndasalur, hárgreiðslustofa og leikvöllur er meðal þess sem mátt finna í þessari glæsilegu eign að ógleymdri forsetasvítunni sem Roy byggði fyrir góðvin sinn, Lyndon Johnson sem var Bandaríkjaforseti á árunum 1963 til 1969.

Roy lést árið 1982, rúmlega sjötugur að aldri, en hann fékk heilablóðfall árið 1970 sem varð þess valdandi að hann notaðist við hjólastól sín síðustu ár. Sex árum eftir andlát hans var íbúðinni breytt á þann veg að 10.000 sætum var bætt við leikvanginn þar sem íbúðin var áður.

Astrodome var úrskurðaður ónothæfur árið 2008 vegna bágra eldvarna og hluti hans var rifinn árið 2013 eftir að hafa verið í niðurníðslu í þó nokkurn tíma. Árið 2014 var leikvanginum komið á lista yfir söguleg hús í Bandaríkjunum og nýtur hann því ákveðinnar verndar. Ekki liggur fyrir hvaða starfsemi verður þar í framtíðinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Í gær

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 3 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat