fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Hvaða dýr verða fyrst til að búa á tunglinu og Mars?

Pressan
Laugardaginn 10. febrúar 2024 16:30

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gæti hjálpað fólki að lifa af á tunglinu og Mars ef það hefur dýr með sér. En hvaða dýr er þá best að taka með út í geim?

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur í hyggju að koma upp fastri búsetu á tunglinu fyrir lok áratugarins og í kjölfarið verður stefnan tekin á Mars. En eftir því sem við færum út kvíarnar í geimnum og tökum okkur búsetu utan jarðarinnar, verðum við að taka vistkerfi með okkur, þar á meðal dýr.

Dýr geta hjálpað okkur við ýmislegt mikilvægt. Til dæmis skordýr sem frjóvga plöntur, rækjur og fiskar, sem er hægt að ala við þröngar aðstæður, eru fæða og hinir örsmáu vatnsbirnir geta kennt okkur hvernig á að lifa geimgeislun af.

Hvaða dýr eiga að hjálpa okkur við að nema land á tunglinu, Mars eða enn fjarlægari heimum?

Þessu var nýlega velt upp á vef Live Science. Þar er haft eftir Christopher McKay, vísindamanni hjá NASA, að lykilspurningin sé hið litla þyngdarafl. Á Mars er það aðeins einn þriðji af því sem það er hér á jörðinni og á tunglinu er það um einn sjötti af því sem það er hér á jörðinni. Hann benti á að það sé hægt að byggja hús til að takast á við hitastigið, þrýstinginn og öðruvísi andrúmsloft en ekki sé hægt að gera neitt við þyngdaraflinu. Það geti haft áhrif á vöxt vöðva og beina og dýr á Mars gætu hugsanlega ekki staðið eða gengið almennilega. Við þessar aðstæður sé líklega best að vera með lítil dýr á borð við mýs og sjávardýr væru einnig fýsilegur kostur að hans sögn.

Lítil dýr eru því ofarlega í huga þeirra sem eru farnir að hugsa um þennan þátt geimferða enda allt annað en auðvelt að flytja kýr, hunda eða ketti með í löngum geimferðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað