fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

„Ofurblundar“ geta bætt minnið og dregið úr líkunum á hjartasjúkdómum – En langir blundar geta haft neikvæð áhrif

Pressan
Laugardaginn 30. september 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuttur blundur á réttum tíma dagsins getur bætt einbeitinguna sem og minnið og hugsanlega bætt heilsu hjartans. Það er ekki neitt nýtt að fólk fái sér blund að degi til, þetta hefur fólk um allan heim gert öldum saman.

Sumir telja slíka blunda hreinan lúxus en aðrir telja þetta góða leið til að halda einbeitingunni og tryggja vellíðan sína. En blundar geta einnig haft neikvæð áhrif.

Þetta kemur fram í grein sem Steven Bender skrifaði og birtist nýlega á vef The Conversation. Hann segir að í námi sínu hafi hann lært mikið um tengsl svefns og verkja og því viti hann vel hversu flókið fyrirbæri blundar séu og af hverju stuttir blundar að degi til, 20 til 30 mínútur að lengd, geta haft jákvæð áhrif.

Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að margir kostir fylgi því að fá sér stuttan blund. Það geti bætt heilastarfsemina og minnið sem og bætt athyglina og viðbragðstíma. Stuttir blundar hafi einnig verið tengdir við aukna framleiðni og sköpunargleði. Af þessum sökum hafi sum fyrirtæki reynt að nýta sér þetta með því að setja upp sérstök rými þar sem starfsfólkið getur fengið sér stuttan blund.

Hann bendir einnig á að heilinn virðist nýta sér blundinn til að vinna úr upplýsingum sem hann hefur safnað yfir daginn. Þetta virðist auka getuna til að leysa vandamál.

Þá geta blundar dregið úr stressi. Rannsókn leiddi í ljós að um 20 mínútna blundur bætti skap fólks en þegar blundurinn er lengri en 30 mínútur er ekki hægt að ganga að því vísu að hann bæti skapið eða auki vellíðan.

Hvað varðar neikvæð áhrif segir hann að ef blundur varir lengur en 30 mínútur geti það valdið því að fólk sé hálf fúlt og ringlað þegar það vaknar. Eftir því sem blundurinn er lengri, þeim mun lengri tíma taki það fólk að vakna og ná sér af fúlleikanum og ringlinu og það geti truflað heilastarfsemina í allt að hálfa klukkustund. Í mörgum tilfellum sé hægt að draga úr þessum áhrifum með því að fá sér koffín um leið og maður vaknar en hafa verður í huga að koffín kemur ekki í staðinn fyrir svefn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali