fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Kona og 8 ára dóttir hennar myrtar í Noregi – Mikil leit að morðingjanum eða morðingjunum

Pressan
Fimmtudaginn 28. september 2023 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fundust kona og 8 ára dóttir hennar látnar í húsi í Vågsbygd í Kristiansand í suðurhluta Noregs. Lögreglan rannsakar málið sem morð en hefur ekki skýrt frá dánarorsök mæðgnanna. Fjöldi lögreglumanna vinnur að rannsókn málsins og vonast lögreglan til að geta haft uppi á morðingjanum eða morðingjunum fljótt.

Þetta kom fram á fréttamannafundi í gærkvöldi þar sem Cecilie Pedersen, yfirlögregluþjónn, skýrði frá málinu. Hún sagði að lögreglan telji að ekki sé útilokað að fleiri en einn hafi verið að verki.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og Pedersen vildi ekki svara hvort lögreglan hefði einhvern eða einhverja grunaða í málinu.

Það var manneskja, sem ætlaði að heimsækja íbúana í húsinu, sem fann mæðgurnar látnar upp úr hádegi í gær. Lögreglunni var tilkynnt um málið klukkan 13.21. Voru mæðgurnar látnar þegar fyrstu lögreglumenn komu á vettvang.

Lögreglan hefur unnið að vettvangsrannsókn síðan í gær og áfallahjálparteymi bæjarfélagsins hefur verið virkjað til að veita ættingjum, vinum og skólafélögum stúlkunnar alla nauðsynlega aðstoð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf