fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Týnd tveggja ára stúlka fannst sofandi í skógi – Fjölskylduhundur var koddinn hennar og annar tryggði öryggi hennar

Pressan
Mánudaginn 25. september 2023 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega hvarf tveggja ára stúlka frá heimili sínu í Michigan í Bandaríkjunum. Mikil leit var gerð að henni þar sem lögreglan notaði dróna og leitarhunda auk þess sem íbúar á svæðinu aðstoðuðu við leitina.

Leitin beindist að skóglendi í Upper Peninsula. Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglunni í Michigan hafi stúlkan farið að heiman í fylgd fjölskylduhundanna tveggja.

Hún fannst steinsofandi í skóginum. Höfuð hennar hvíldi á öðrum hundinum, sem gegndi þar með hlutverki kodda, en hinn stóð vörð og gætti að öryggi stúlkunnar.

Stúlkan fór að heiman um klukkan 20 og fannst um miðnætti, um fimm kílómetra frá heimili sínu. Ekkert amaði að henni.

Mark Giannunzio, lögreglumaður, sagði að hér væri um ótrúlega sögu að ræða þar sem hundarnir hafi fylgt stúlkunni og gætt hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf