fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Pressan

400 kg krókódíll gæti hafa verið 90 ára þegar hann var drepinn

Pressan
Laugardaginn 23. september 2023 07:30

Hann var engin smásmíði. Mynd: Kevin Brotz

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok ágúst var 4 metra langur og 417 kg þungur krókódíll drepinn í Flórída. Þetta er næst þyngsti krókódíllinn sem hefur veiðst í ríkinu. Talið er að hann hafi verið 60 til 90 ára.

Það liðu fjórar klukkustundir frá því að veiðimennirnir sáu krókódílinn þar til þeim tókst að koma honum upp í bátinn. Á meðan á baráttunni stóð stökk hann um 1,2 metra upp úr vatninu. Þegar það tókst loks að koma honum upp í bátinn var hann drepinn og farið með hann í land þar sem hann var mældur og vigtaður. Eins og fyrr segir þá reyndist hann vera 4 metrar að lengd og 417 kg.

Þyngsti krókódíll, sem veiðst hefur í Flórída, var 473 kg en hann veiddist 1989.

Live Science segir að talið sé að 1,3 milljónir krókódíla séu í Flórída.

Árlega eru gefin út 7.000 veiðileyfi og má hver veiðileyfishafi drepa tvo krókódíla. Á síðasta ári voru 7.804 krókódílar drepnir af handhöfum veiðileyfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans