fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Þetta er spurningin sem forstjóri hjá Google spyr alla atvinnuumsækjendur

Pressan
Fimmtudaginn 21. september 2023 04:05

Mynd:Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sapna Chadha er með rúmlega 20 ára reynslu sem stjórnandi og ber ábyrgð á mörg þúsund starfsmönnum. Hún hefur tekið þátt í óteljandi atvinnuviðtölum og hefur lagt mat á umsækjendur.

Hún er einn af forstjórum Google og ber ábyrgð á mörkuðum netrisans í Suðaustur- og Suður-Asíu. Í hverju einasta atvinnuviðtali spyr hún sömu spurningarinnar: „Hvað er það síðasta sem þú lærðir?“

Þetta sagði hún í samtali við CNBC og sagði að besta starfsfólkið einblíni á að læra nýja hluti og þróa sjálft sig en einnig vilji það miðla af vitneskju sinni.

„Þetta er leið til að sjá hvað fólk gerir til að þróa sig. Hefur það tekið tekið frumkvæði að því að læra eitthvað sem er utan venjulegs sviðs þess? Því ég vil gjarnan læra af þér,“ sagði hún.

Hún sagði að þetta snúist um að finna starfsfólk sem vill læra og vinna með öðrum því það sætti sig ekki við óbreytt ástand.

Hún sagðist einnig leita að fólki sem er reiðubúið til að viðurkenna þegar það gerir mistök og segja hvað það lærði af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn