fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Gekk af göflunum eftir að kærastan til sjö ára sagði honum upp

Pressan
Mánudaginn 11. september 2023 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður í Newton í Bretlandi tók því heldur betur illa þegar kærastan til sjö ára sagði honum upp. Christopher Mark Townsend fór á sannkallaðan bömmer, en hann þufit að mæta fyrir dóm í vikunni til að gera grein fyrir ítrekuðu búðahnupli sem hann hafði verið staðinn að.

Christopher þessi átti nokkurn sakaferil að baki en hafði þó verið á beinu brautinni síðustu þrjú árin, eða allt þar til að hjarta hans var brotið í sumar og hann byrjaði í kjölfarið að hnupla áfengi úr verslunum sem og matvöru. Allt í allt stal hann vörum að andvirði tæplega 20 þúsund króna. Fyrir dómi gat hann lítið skýrt brot sín, enda viðurkenndi hann að á þessum tíma var hann fullfær um að greiða fyrir þessar vörur. Hann hafi í ástarsorg byrjað að drekka ótæpilega og neita fíkniefna og eiginlega bara gengið af göflunum.

Hann hafi farið í dimman stað og djúpt þunglyndi og notað vímugjafa til að líða betur. Undir áhrifum hafi hann komist í óminnisástand og afráðið að stela úr búðum án þess að hafa nokkra þörf á því. Hann sagðist sjá mikið eftir athæfinu og hefur leitað sér aðstoðar.

Dómari sá aumur á Christopher og dæmdi hann til að gegna 12 mánaða samfélagsþjónustu gegn því skilyrði að hann sæki áfengismeðferð. Þarf hann að ganga með sérstakan skynjara á sér til að tryggja edrúmennskuna næstu tvo mánuðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum