fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Skurðlæknir myrtur á læknastofu

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 14:03

Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skurðlæknir í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum var í gær skotinn til bana af sjúklingi á læknastofunni þar sem hann starfar. Að sögn the New York Post beið sjúklingurinn á stofunni í marga klukkutíma áður en hann myrti lækninn, Benjamin Mauck.

Morðið var framið í einu af skoðunarherbergjum læknastofunnar sem sérhæfir sig í bæklunarlækningum og er staðsett í bænum Collierville. Lögreglustjóri bæjarins sagði morðingjann aðeins hafa beint sjónum sínum að Mauck en hlíft öðru starfsfólki og sjúklingum.

Morðinginn skaut Mauck með skammbyssu og hljóp svo út af læknastofunni en lögreglan var þegar komin á staðinn og handtók hann. Nafn og aldur morðingjans hefur ekki verið gefið upp.

Sérsvið Mauck var bæklunaraðgerðir á olnbogum, höndum og úlnliðum. Hann hafði starfað á læknastofunni síðan 2012 og var nýlega á lista yfir bestu lækna á svæðinu.

Læknastofan sagði í yfirlýsingu atburðinn vera hryllilegan og missinn skelfilegan. Hugur og bænir allra á stofunni væru hjá fjölskyldu Mauck.

Hugsanlegur ástæður árásarinnar eru til rannsóknar en heyrst hefur að morðinginn hafi í um vikutíma fyrir árásina haft í hótunum við annan starfsmann læknastofunnar.

Stjórnmálamenn í Tennessee sem berjast fyrir hertri byssulöggjöf segja þetta enn eitt dæmi um morð sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með því t.d. að veita lagaheimildir fyrir því að neita manneskju um aðgang að skotvopni sem standi í hótunum við aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks