fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Samsæriskenningasmiðirnir „Bonnie og Clyde“ sakfelld fyrir fyrirætluð skemmdarverk og árásir

Pressan
Miðvikudaginn 7. júní 2023 06:50

Þau voru ginkeypt fyrir samsæriskenningum og sömdu sínar eigin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir samsæriskenningasmiðir, sem kölluðu sig „Bonnie og Clyde með eldspýtustokk“ voru nýlega fundin sek um að hafa ætlað að eyðileggja 5G farsímamastur og fyrir að hvetja til árása á þingmenn.

Fólkið heitir Christine Grayson, 59 ára amma frá York, og Darren Reynolds, sextugur afi frá Sheffield. Þau töldu að 5G farsímamöstur væru hönnuð til að vera notuð sem vopn gagnvart fólki sem hefði látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19.

Grayson hafði keypt tvo lásboga og Reynolds reyndi að virkja árásarriffla, sem höfðu verið gerðir óvirkir, þegar þau voru að undirbúa sig undir það sem þau telja vera yfirvofandi samfélagslegt hrun.

Reynolds var fundinn sekur um að hvatt til hryðjuverka með því að hvetja til árása á þingmenn.

Sky News segir að Grayson hafi verið fundin sek um samsæri um að valda tjóni með því að ráðast á 5G farsímamöstur í maí og júní á síðasta ári.

Hún hafði verið tíður gestur á spjallrásum á Telegram á meðan heimsfaraldurinn herjaði. Þar heyrði hún rök fyrir því að jörðin sé flöt og ýmsar umræður áttu sér stað um bóluefni. Fyrir dómi sagði hún að synir hennar tveir hefðu sagt henni að hætta þessari vitleysu.

Refsing skötuhjúanna verður ákveðin á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa