fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Kúariðutilfelli uppgötvaðist í Bandaríkjunum – Aðeins í sjöunda sinn sem það gerist

Pressan
Mánudaginn 5. júní 2023 09:00

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kúariðutilfelli uppgötvaðist nýlega í Bandaríkjunum. Það uppgötvaðist í sláturhúsi í Suður-Karólínu. Þetta var í sjöunda sinn sem kúariða greindist í landinu.

Live Science segir að engin hætta steðji að fólki né fæðukeðjunni í Bandaríkjunum að mati bandaríska landbúnaðarráðuneytisins.

Live Science að ráðuneytið hafi skýrt frá þessu í fréttatilkynningu sem það sendi nýlega frá sér. Í henni kemur fram að kúariðan hafi greinst í 5 ára kýr frá Tennessee. Kýrin hafi verið úrskurðuð óhæf til slátrunar og hafi ýmsar rannsóknir verið gerðar á henni í kjölfarið.

Segir ráðuneytið að kýrin hafi ekki farið inn í slátrunarferlið og því steðji engin hætta að fæðukeðjunni eða heilbrigði fólks.

Verið er að rannsaka upptök smitsins en ráðuneytið telur líklegt að um einangrað tilfelli sé að ræða.

Kúariða, BSE, er taugasjúkdómur í nautgripum. Það eru prótínsýklar sem valda honum en þeir eru á yfirborði frumna. En þessir prótínsýklar hegða sér afbrigðilega í sjúkdómum á borð við kúariðu og láta aðra prótínsýkla gera það sama.

Prótínsýklarnir hafa áhrif á prótín í heilanum og miðtaugakerfinu og valda fjölda einkenna, þar á meðal hegðunarbreytingum, samhæfingarvanda, þyngdartapi, minni mjólkurframleiðslu og að lokum dauða.

Til eru tvær tegundir BSE. Hin klassíska sem þróast þegar nautgripur étur sýkta fæðu, til dæmis kjöt eða bein úr sýktum nautgrip. Síðan er afbrigðilega afbrigðið sem myndast af sjálfu sér í eldri dýrum. Tilfellið, sem skýrt er frá hér fyrir ofan, er í þessum flokki og því þarf ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?