fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Kúariðutilfelli uppgötvaðist í Bandaríkjunum – Aðeins í sjöunda sinn sem það gerist

Pressan
Mánudaginn 5. júní 2023 09:00

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kúariðutilfelli uppgötvaðist nýlega í Bandaríkjunum. Það uppgötvaðist í sláturhúsi í Suður-Karólínu. Þetta var í sjöunda sinn sem kúariða greindist í landinu.

Live Science segir að engin hætta steðji að fólki né fæðukeðjunni í Bandaríkjunum að mati bandaríska landbúnaðarráðuneytisins.

Live Science að ráðuneytið hafi skýrt frá þessu í fréttatilkynningu sem það sendi nýlega frá sér. Í henni kemur fram að kúariðan hafi greinst í 5 ára kýr frá Tennessee. Kýrin hafi verið úrskurðuð óhæf til slátrunar og hafi ýmsar rannsóknir verið gerðar á henni í kjölfarið.

Segir ráðuneytið að kýrin hafi ekki farið inn í slátrunarferlið og því steðji engin hætta að fæðukeðjunni eða heilbrigði fólks.

Verið er að rannsaka upptök smitsins en ráðuneytið telur líklegt að um einangrað tilfelli sé að ræða.

Kúariða, BSE, er taugasjúkdómur í nautgripum. Það eru prótínsýklar sem valda honum en þeir eru á yfirborði frumna. En þessir prótínsýklar hegða sér afbrigðilega í sjúkdómum á borð við kúariðu og láta aðra prótínsýkla gera það sama.

Prótínsýklarnir hafa áhrif á prótín í heilanum og miðtaugakerfinu og valda fjölda einkenna, þar á meðal hegðunarbreytingum, samhæfingarvanda, þyngdartapi, minni mjólkurframleiðslu og að lokum dauða.

Til eru tvær tegundir BSE. Hin klassíska sem þróast þegar nautgripur étur sýkta fæðu, til dæmis kjöt eða bein úr sýktum nautgrip. Síðan er afbrigðilega afbrigðið sem myndast af sjálfu sér í eldri dýrum. Tilfellið, sem skýrt er frá hér fyrir ofan, er í þessum flokki og því þarf ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa