fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

FBI skýrir frá leyniáætlun sem beindist gegn Elísabetu II

Pressan
Föstudaginn 2. júní 2023 04:30

Elísabet II.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet II, sem var drottning Breta í 70 ár, var ekki vinsæl hjá öllum. Raunar var til fólk sem vildi hana feiga.

Þegar Elísabet fór í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna 1983 hafði alríkislögreglan FBI áhyggjur af lífi hennar og öryggi.

Þetta kemur fram í skýrslu sem var birt nýlega. Í henni kemur fram að Írski lýðveldisherinn, IRA, hafi haft í hótunum um að myrða drottninguna. BBC skýrir frá þessu.

FBI kom að öryggisgæslu í kringum drottninguna á meðan á heimsókn hennar stóð og komst þá að fyrirætlunum IRA um að myrða hana.

Það var lögreglumaður frá San Fransisco sem gerði FBI viðvart um þessa ógn. Hann sótti oft írskan bar í borginni og þar heyrði hann ávinning af morðáætluninni. Að sögn var um mann að ræða sem vildi ná fram hefndum í kjölfar þess að dóttir hans var drepin á Norður-Írlandi.

„Hann vildi reyna að skaða drottninguna og ætlaði að gera það með því að kasta hlut niður af Golden Gate Bridge þegar konunglega snekkjan Britannia sigldi þar undir eða með því að reyna að drepa Elísabetu drottningu þegar hún heimsótti Yosemite þjóðgarðinn,“ segir í skýrslu FBI að sögn BBC.

Ekkert kemur fram í skýrslunni um hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins eða hvað var gert til að vernda drottninguna fyrir þessari hugsanlegu ógn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf